Höfundur er bráðahjúkrunarfræðingur sem finnst óþolandi hvað hjálpargögn innan og utan spítalanna eru óaðgengileg sem bitnar á öryggi og meðferð sjúklinga. Vefsíðan er hugsuð sem hjálpartæki við starf undirritaðs en ef hún nýtist öðrum þá er það hið besta mál.
Tími skiptir máli og þarf að vera hægt að nálgast það sem máli skiptir á sem skilvirkasta hátt og þar af leiðandi verður hægt að sinna starfinu betur.
Höfundur ber enga ábyrgð á því efni sem sett er fram á síðunni en eitt mikilvægasta atriðið í hjúkrun sjúklinga er að geta rökstutt þær ákvarðanir sem teknar eru.